Með umhverfisstjórnun geta fyrirtæki lágmarkað umhverfisáhrif sín á skilvirkan hátt.

Mikill ávinningur felst í innleiðingu umhverfisstjórnunar þar sem ósjaldan koma atriði sem leiða til sóunar í ljós. Auk þess skapar umhverfisstjórnun betra vinnuumhverfi og dregur úr líkum á umhverfisatvikum. Umhverfisstjórnun styrkir ímynd fyrirtækja og gerir þeim auðveldara fyrir að fylgja kröfum löggjafans.

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að koma á fót og viðhalda öflugri umhverfisstjórnun með ráðgjöf vegna umhverfisstefnu, markmiðasetningu og aðgerðaráætlun til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Jafnframt leitumst við til að auka jákvæð áhrif. Við kynnum fyrirtæki fyrir lagalegum kröfum, framkvæmum áhættumat og setjum upp vöktunar- og mælingaáætlun. Við erum sérfræðingar í innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis ISO 14001 og höfum unnið að innleiðingu þess með fjölda fyrirtækja.

Umhverfisstjórnun

Við stuðlum að
betri nýtingu
auðlinda