Stefnumótun

Stefna fyrirtækja er sá þáttur sem mótar fyrirtækið í heild og veitir stjórnendum og starfsmönnum leiðsögn og forsendur til þess að taka upplýstar ákvarðanir. Samkeppnisumhverfi er síbreytilegt og oft á tíðum ófyrirséð en með vandaðari stefnumótunarvinnu og skýrri stefnu geta stjórnendur brugðist skjótt við. Jafnvel þótt stefna liggi fyrir hendi næst árangur ekki nema með innleiðingu stefnunnar þvert á fyrirtæki.

Við aðstoðum viðskiptavini að setja niður hlutverk, gildi og framtíðarsýn ásamt lykilverkefnum til næstu ára. Í samvinnu við viðskiptavini greinum við viðskiptatækifæri og markaði ásamt gerð viðskiptaáætlana. Ólík markmið viðskiptavina stjórna nálgun en við leggjum áherslu á skilvirka aðgerðaráætlun sem tryggir að vel takist við innleiðingu stefnu.

Við innleiðum stefnur
sem skila
árangri