Öryggisstjórnun

Fyrirtæki sem vinna markvisst að öryggisstjórnun skapa sér betri ímynd meðal starfsmanna, hagsmunaaðila og almennings. Skilvirk öryggisstjórnun og stjórnun vinnuverndarmála hefur fjárhagslegan ávinning í för með sér og skapar betra vinnuumhverfi sem dregur úr líkum á vinnuslysum. Góð öryggismenning er þar sem allir taka þátt í að bæta öryggi á vinnustaðnum og felur meðal annars í sér að fyrirtæki sé umhugað um velferð starfsmanna sinna og að stefna fyrirtækisins varðandi öryggi og heilbrigði sé í forgangi.

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að greina og móta öryggismenningu með viðurkenndum mælingum. Jafnframt veitum við ráðgjöf við að koma á fót og viðhalda öflugri öryggisstefnu með skilvirku áhættumati, verktakastjórnun, innri öryggisúttektum og atvikastjórnun. Við sérhæfum okkur í innleiðingu á ISO 45001 staðlinum og leiðbeinum viðskiptavinum í sambandi við markmiðasetningu, þátttöku starfsmanna, hæfni og þjálfun sem og gerð neyðaráætlana. Auk þess veitum við ráðgjöf varðandi vinnustaðaúttektir, áhættugreiningar og áhættumat starfa.

Við bjóðum einnig öryggisstjóra til leigu

Hjá okkur starfa reynslumiklir sérfræðingar í öryggismálum sem fyrirtæki geta fengið sem sína starfsmenn í skemmri eða lengri tíma. Við tryggjum góða yfirsýn með þekktum kostnaði og útbúum einfaldan þjónustusamningsem aðlagaður er að þörfum viðskiptavina.

Við setjum kröfur
og hækkum viðmið