Gæðastjórnun
Markmið gæðastjórnunar er að hafa þarfir viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila ávallt að leiðarljósi til að gera betur. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf svo þau geti með betra móti bætt gæði vöru og þjónustu til að tryggja ánægju viðskiptavina sinna varðandi gæðastjórnun. Við búum yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu í innleiðingu á ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum og leggjum ofuráherslu á einfalt og skilvirkt gæðastjórnunarkerfi sem tryggir stöðugar umbætur byggða á ferlanálgun og þátttöku stjórnenda þvert á fyrirtæki.
Við sérhæfum okkur líka í gæðastjórnunarkerfum sem byggð eru á matvælaöryggi, hvort sem fyrirtækið þitt er að flytja inn matvæli, framleiða þau, dreifa þeim eða leggja þau til borðs þá getum við aðstoðað þig við uppsetningu, innleiðingu og viðhald á gæðastjórnunarkerfi sem hentar. Við höfum víðtæka þekkingu á HACCP (Gámes), BRCGS og FSSC22000 svo dæmi séu tekin.
Við aðstoðum viðskiptavini við að mæla gæði og bæta þjónustu ásamt því að þróa aðferðir til umbótastarfs. Við leiðbeinum varðandi leiðtogafærni og í samvinnu við stjórnendur þróum við skilvirkar og gegnsæjar stjórnunaraðferðir sem aðstoða stjórnendur og aðra starfsmenn við að uppfylla stefnu fyrirtækisins.
Við bjóðum einnig gæðastjóra til leigu
Endilega kynntu þér það betur hér.