Gæðastjórnun

Markmið gæðastjórnunar er að hafa þarfir viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila ávalt að leiðarljósi til að gera betur. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf svo þau geti með betra móti bætt gæði vöru og þjónustu til að tryggja ánægju viðskiptavina sinna varðandi gæðastjórnun. Við búum yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu í innleiðingu á ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum og leggjum ofuráherslu á einfalt og skilvirkt gæðastjórnunarkerfi sem tryggir stöðugar umbætur byggða á ferlanálgun og þátttöku stjórnenda þvert á fyrirtæki.

Við aðstoðum viðskiptavini við að mæla gæði og bæta þjónustu ásamt því að þróa aðferðir til umbótastarfs. Við leiðbeinum varðandi leiðtogafærni og í samvinnu við stjórnendur þróum við skilvirkar og gegnsæjar stjórnunaraðferðir sem aðstoða stjórnendur og aðra starfsmenn við að uppfylla stefnu fyrirtækisins.

Við bjóðum einnig gæðastjóra til leigu

Hjá okkur starfa reynslumiklir sérfræðingar í gæðamálum sem fyrirtæki geta fengið sem sína starfsmenn í skemmri eða lengri tíma. Við tryggjum góða yfirsýn með þekktum kostnaði og útbúum einfaldan þjónustusamningsem aðlagaður er að þörfum viðskiptavina.

Á milli stjórnunar og
framfara liggja
ferlar