Samfélagsábyrgð

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð verða sífellt mikilvægari þættir í starfsemi fyrirtækja. Með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi axla fyrirtæki ábyrgð og hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið í heild sinni. Sýnt hefur verið fram á að með því að huga að sjálfbærni í allri kjarnastarfsemi fyrirtækis laða þau að sér starfsfólk, viðskiptavini og fjárfesta og draga úr rekstraráhættum til lengri tíma litið. Við aðstoðum viðskiptavini við innleiðingu sjálfbærni viðmiða í kjarnastarfsemi fyrirtækja á einfaldan hátt.

Í samvinnu við viðskiptavini innleiðum við mælikvarða byggða á umhverfi, félagslegum þáttum og stjórnarháttum ásamt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þannig leiðbeinum við með hvaða hætti fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum til betra samfélags og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Við náum samkeppnisforskoti
með samfélagsábyrgð